Kraftvélar á Bauma
Við hjá Kraftvélum erum spennt að taka þátt í Bauma, einni stærstu og mikilvægustu sýningu heims fyrir vinnuvélar. Sýningin fer fram í München og dregur að sér helstu framleiðendur og sérfræðinga úr greininni. Þar munu vera kynntar nýjustu lausnirnar frá okkar vörumerkjum.
Nýjungar frá okkar vörumerkjum
Á Bauma 2025 munu okkar birgjar sýna spennandi nýjungar sem endurspegla framfarir í véltækni, sjálfbærni og hagkvæmni. Hér eru nokkur dæmi af því helsta sem við hlökkum til að sýna:
- Komatsu – Hápunkturinn hjá Komatsu verður frumsýningin á glænýrri Komatsu PC220LCi-12 beltagröfu af nýjustu kynslóð sem er búin nýjustu iMC 3.0 (Intelligent Machine Control) tækni. Þessi grafa býður upp á aukna nákvæmni, sjálfvirkni og skilvirkni í jarðvinnu. Með endurbættum stjórnklefa og sjálfvirkum aðgerðum stuðlar hún að betri afköstum og minni rekstrarkostnaði. Komatsu mun einnig sýna nýjustu kynslóð rafknúinna vinnuvéla og háþróaðar lausnir sem hámarka orkunýtingu og draga úr kolefnisspori. Þá verða einnig til sýnis nýjustu framfarir í sjálfstýrðum tækjum sem stuðla að umhverfisvænni vinnubrögðum. Nánari upplýsingar má finna hér.
- Sandvik – Sýnir háþróaðar hörpur, brjóta og borvagna með aukinni skilvirkni og minni umhverfisáhrifum.
- Keestrack – Kynnir rafknúnar og vistvænar útgáfur af námutækjum með hámarksafköstum.
- Dynapac – Sýnir nýjustu malbikunar- og þjöppunartæki (valtara og jarðvegsþjöppur) sem tryggja hámarks nákvæmni og endingargæði.
- OSA Demolition Equipment – Sýnir breitt vöruúrval aukahluta á vinnuvélar eins og niðurrifsbúnað, vökvafleyga, klemmur og fleira.
Hittu okkur á Bauma! Við hvetjum alla viðskiptavini okkar til að heimsækja okkur á sýningunni. Við verðum oftast staðsettir á Komatsu básnum og tökum vel á móti þér.
Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum til að fá uppfærslur og frekari upplýsingar. Við hlökkum til að sjá þig á Bauma!