Fjölmargir viðskiptavinir hafa sett sig í samband Kraftvélar til þess að athuga hver staðan sé hjá okkur og hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað varðandi sölu og þjónustu, við viljum því útskýra fyrir áhugasömum hvaða aðgerðir við höfum ráðist í á þessum tímum.
Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag hefur ekki farið framhjá neinum og erum við í Kraftvélum engin undantekning þar á.

– Starfsemi Kraftvéla er í fullum gangi og hefðbundinn opnunartími í öllum deildum nema varahlutaverslun sem lokar klukkutíma fyrr í apríl og maí. Við hvetjum viðskiptavini til þess að hafa samskipti við okkur í gengum síma og/eða tölvupóst svo hægt sé að lágmarka heimsóknir.

– Við höfum aðskilið allar deildir fyrirtækisins og sett upp sex mismunandi sóttvarnarsvæði innan fyrirtækisins. Starfsmönnum er ekki heimilt að fara á milli sóttvarnarsvæða nema nauðsyn þykir og þá eingöngu eftir góðan handþvott og handspritt.

– Við leggjum ríka áherslu á 2 metra fjarlægð á milli fólks og biðjum viðskiptavini að virða þær ráðlagningar sem Almannavarnir hafa lagt til.

– Allar starfsstöðvar eru sótthreinsaðar daglegar og aðkeypt hreingerningarþjónusta sér um almenn þrif og sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum á hverjum einasta degi.

– Flest allir af okkar birgjum hafa lokað framleiðsluverksmiðjum sínum en reyna eftir fremsta megni að halda varahlutavöruhúsum opnum til að geta þjónustað tækin.
Biðjum viðskiptavini um að takmarka heimsóknir til okkar og panta frekar í gegnum síma 535-3520 eða tölvupóst varahlutir@kraftvelar.is. Opnunartími varahlutaverslunnar í apríl og maí er 08:00 – 17:00.

– Starfsmenn á þjónustuverkstæði gæta fyllstu varúðar við meðhöndlun tækja í þjónustu með tilheyrandi hlífðarfatnaði, þrifnaði og aðgát.
Nánari upplýsingar um þjónustuverkstæðið í síma 535-3545 eða tölvupóstur verkstjorn@kraftvelar.is

Hafi viðskiptavinir okkar ábendingar um hvað mætti betur fara eða einhverjar sérstakar óskir munum við koma til móts við þær eftir fremsta megni.
Allar ábendingar eru vel þegnar á kraftvelar@kraftvelar.is eða í gegnum skilaboð á Facebook.