BT brettatjakkar eru ímynd hnattræns staðals við meðhöndlun á brettum. Meira en 2.700.000 eintök hafa selst um heim allan frá því að fyrsti BT brettatjakkurinn var kynntur fyrir 63 árum. Með lífstíðarábyrgð (99 ár) á gaffalrammanum eru BT brettatjakkar augljóst val þegar tekið er mið af endingu og gæðum.
BT hafa alltaf leyft viðskiptavininum að ráða, og þegar viðskiptavinurinn kemur með sérþarfir, þá mætir BT þeim sérþörfum. Til eru mörg dæmi þess eðlis að viðskiptavinurinn sé að vinna með óvenjulega vöru eða óvenjuleg bretti, og til þess þarf óvenjulega brettatjakka, og hefur BT þá framleitt tækin sem hentar hverjum viðskiptavin.
Neðst á þessari síðu er stutt kynningarmyndband sem sýnir hluta af þeim brettatjökkum sem BT hefur uppá að bjóða, endilega skoðaðu myndbandið og settu þig í samband við sölumenn Kraftvéla ef þú hefur áhuga að fá verð í eitthvað af þessum tækjum.