Lyftarar eru í dag hornsteinar margra stærstu fyrirtækja heims, hvort sem um sé að ræða lipran lyftara fyrir heildsölur eða kraftmikinn lyftara fyrir stórframleiðslu, og allt þar á milli, þá eru lyftarar í mörgum tilfellum ómissandi þáttur í rekstri fyrirtækisins, og hafa Toyota lyftarar verið mest framleiddu lyftarar á heimsvísu í áraraðir og eru þekktir fyrir öryggi, hagkvæmni, áreiðanleika og endingu.
Toyota rafmagnslyftarar eru fáanlegir í öllum stærðum og gerðum, minnsti lyftarinn er þriggja hjóla með 1.000 kg lyftigetu, á meðan sá stærsti er fjögurra hjóla með 8.500 kg lyftigetu.
Rafmagnslyftararnir frá Toyota skila miklu afli án nokkurs útblásturs. Með úrval upp á þriggja og fjögurra hjóla lyftara, með rafhleðslustærð frá 24 uppí 80 volt, þá er nokkuð öruggt að notendur geti fundið lyftara sem hentar við þeirra rekstur.
Allir Toyota lyftarar koma að staðalbúnaði með hinu einstaka Toyota System of Active Stability (SAS), sem er framúrskarandi tækni hönnuð til þess að tryggja örygga lyftaranns við notkun hans.