Drifkraftur Kraftvéla er einfaldur, að einfalda vinnuferli, hámarka afköst notandanns og bjóða uppá framúrskarandi þjónustu.
Lyftarasvið Kraftvéla býður upp á allt það sem þinn rekstur gæti þarfnast, allt frá einföldum vöruhúsatækjum uppí stærstu gaffal- og gámalyftara frá Kalmar.
Toyota lyftarar
BT var stofnað árið 1946 með það markmið að selja tæki til framkvæmda- og flutningaiðnaðarinns. Á þessum tíma var eftirspurn á vöruhúsalausnum að aukast sífellt eftir seinni heimsstyrjöldina þegar uppbygging hófst á ný í Evrópu.
BT byrjaði fyrst að selja tæki frá öðrum framleiðendum, en hófu fljótlega að þróa sín eigin tæki, og árið 1948 var fyrsti handpallettutjakkurinn frá BT kynntur til sögunnar, þar með hófst ævintýrið.
BT varð fljótlega þekkt vörumerki og valkostur margra fyrirtækja, en BT sá fljótt þann galla á markaðnum að það var ekki til neitt staðlað kerfi við vörumeðhöndlun, og ákvað að hanna sitt eigið kerfi. Aðeins einu ári eftir að BT hafði kynnt handpallettutjakkinn, kynntu þér bylltingarkennda pallettu, sem seinna varð þekkt sem „Europalletta“ og varð fljótlega staðall í vörumeðhöndlun, og er ennþann daginn í dag notað sem staðall.
BT er ennþá í dag frumkvöðull á sínu sviði í vörumeðhöndlun, með breiða vörulínu og geta boðið uppá mun sérhæfari búnað en þeirra samkeppnisaðilar.
Toyota Industrial Equipment og BT sameinuðust árið 2000, þegar Toyota keypti BT verksmiðjuna, og saman mynduðu þau Toyota Material Handling, sem er nafnið enn þann daginn í dag.
Með yfir 100 ára reynslu í vöruhúsalausnum, hefur Toyota Material Handling orðspor fyrir hágæða tæki, framúrskarandi þjónustu og heildarlausnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Toyota lyftarar bjóða upp á mjög breiða línu af tækjum, allt frá þriggja hjóla rafmagnslyftara með 1.000 kg lyftigetu, upp í fjögurra hjóla dísellyftara með 8.000 kg lyftigetu, og allt þar á milli.
Weidemann skotbómulyftarar
Skotbómulyftararnir frá Weidemann eru fáanlegir í fjórum stærðum.
Ýttu á skoða meira til að sjá nánari tækniupplýsingar um þessa lyftara.
Kalmar lyftarar og dráttarbílar
Kalmar bjóða uppá rafmagns- og dísellyftara allt frá 5.000kg lyftigetu uppí 52.000kg lyftigetu ásamt því að bjóða dráttarbíla fyrir gámaflutninga. En Kalmar eru þó helst þekktastir fyrir gámalyftarana sína og eru núna að framleiða sína fimmtu kynslóð af gámalyfturum
KRAFTVÉLAR ehf
Kt. 631209-1730
Dalvegur 6-8
201 Kópavogur
Iceland
Sími / Phone +354 535-3500
kraftvelar@kraftvelar.is
OPNUNARTÍMI / Opening hours
Varahlutir / Spare parts:
Mán – Fös 08:00-17:00
Verkstæði / Workshop:
Mán – Fim 08:00-17:00
Fös 08:00-15:00
Söludeild / Sales :
Mán – Fös 09:00-17:00
Kraftvélaleigan / Machine rental:
Mán – Fös 09:00-17:00
Skrifstofa / Office:
Mán – Fim 09:00-17:00
Fös 09:00-16:00