Abbey Machinery er írskt fyrirtæki sem framleiðir haugsugur, haugtanka og taðdreifara. Haugsugur og haugtanka er hægt að fá í mörgum útfærslum og í öllum stærðum frá 4.000 til 22.000 lítra tanka. Val er um fjölda hásinga, dekkjastærða, fjöðrunarbúnaða á beisli og hásinga, stærða vacuumdæla, sjálffyllibúnaða og dreifiútbúnaða. Allir tankarnir er með vökvastjórnun á opnun og lokun á dreifibúnaði ásamt vökvabremsum og ljósabúnaði. Tankana er hægt að fá galvaníseraða.
Taðdreifararnir eru fáanlegir í sjö stærðum frá 3 – 15 m3. Þeir eru með hliðardreifingu og notast við keðjukastsdreifingu. Abbey haugsugur hafa verið meðal mest seldu tankanna í á annan áratug.