New Holland dráttarvélar eru hluti af daglegu umhverfi íslenskra bænda, svo vel hefur þeim verið tekið. New Holland eiga uppruna sinn í tveimur þekktum vélategundum, Ford og Fiat, sem sameinuðust árið 1994. Rætur þeirra ná þó allt til ársins 1895 og eru því 120 ár síðan farið var að framleiða fyrstu landbúnaðarvélarnar undir nafni New Holland.
Öll hönnun vélanna er miðuð við að aðbúnaður stjórnenda sé sem bestur. Mikið er lagt upp úr góðu útsýni og að öll stjórntæki séu aðgreind með litum og séu innan seilingar. Stjórntölvur og snertiskjáir eru staðalbúnaður í stærri vélum þar sem hægt er að fá nákvæmar upplýsingar um vinnslu vélarinnar, olíunotkun og stöðu á notkun fylgitækja. Sætisbúnaður er allur á loftfjöðrum og með öryggisbeltum ásamt góðu farþegasæti.
New Holland býður margar gerðir dráttarvéla og þar eiga allir að geta fundið vélar sem henta þeirra þörfum, hvort sem menn eru að leita að smáum garðtraktorum, einföldum vélum eða alsjálfskiptum tæplega 700 hestafla akuryrkjuvélum.
Fyrirtækið hefur lagt sig fram um að framleiða hagkvæmar dísilvélar sem standast mengunarkröfur samtímans. Aðrir dráttarvélaframleiðendur hafa sóst eftir því að nota þessar vélar í sína framleiðslu.
Fjöldi möguleika býðst er kemur að gírkössum, allt frá einföldum, hefðbundnum skiptingum til stiglausra og alsjálfskiptra véla.
Endursöluverð New Holland dráttarvéla er með því allra hæsta á markaði, notaðar vélar eru eftirsóttar og hafa eigendur þeirra notið þess þegar kemur að endurnýjun.
New Holland eru í fremstu röð framleiðanda dráttarvéla, þreski- og heybindivéla og hafa þessar vélar fengið fjölda viðurkenninga fyrir hönnun og nýjungar.