Lagerstarfsmaður
Kraftvélar auglýsir eftir jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingi til að sinna almennum lagerstörfum fyrir varahlutaverslun okkar. Starfið felur í sér að taka saman vörur fyrir viðskiptavini, móttaka og skráning á vörum, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá 8:00-17:00 og föstudaga 8:00-16:00
Almenn lagerstörf
Pantanatiltekt
Vörumóttaka
Önnur tilfallandi verkefni
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Hreint sakavottorð
Nákvæmni
Frumkvæði
Almenn tölvukunnátta
Bílpróf
Lyftararéttindi er kostur
Góðir samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvæðni
- Íþróttastyrkur
- Mötuneyti með góðum heimilsmat
- Öflugt starfsmannafélag
Kraftvélar er leiðandi fyrirtæki í sölu og leigu á hágæða atvinnutækjum og þjónustu í kringum þau. Varahlutaverslun Kraftvéla sérhæfir sig í að útvega varahluti í vinnuvélar, lyftara og landbúnaðartæki.
Hjá Kraftvélum starfa um 50 manns og öll leggjum við mikla áherslu á góða þjónustu og góð samskipti, innanhúss sem utan og hér ríkir góður starfsandi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Ágústsdóttir (johanna@kraftvelar.is) í síma 535-3525.
Umsóknir fara í gegnum Alfreð: https://alfred.is/starf/lagerstarfsmadur-168