LIÐLÉTTINGUR, FJÓSVÉL, SMÁVÉL EÐA ÞJARKUR?
Weidemann eiga auðvelt með að mæta kröfum bænda um “öðruvísi” vélar og er 1260LP besta dæmið um þannig vél.Með þessari vél er hægt að halda sér undir 2 metrum í hæð og hægt að velja um með veltigrind eða lokað hús.Þetta eru mjög lágbyggðar vélar sem getur verið mikill kostur þegar verið er að fara um hús sem eru ekki af nýjustu gerðinni, Við það að lækka vélina er samt ekki verið að gefa eftir í öðrum atriðum sem Weidemann hafa verið þekktir fyrir, hún er áfram með tvær tjakk stangir til að lyfta gálganum á sér og kemur á góðum flotdekkjum.
DÆMI UM BÚNAÐ SEM ER Í WEIDEMANN 1260LP:
•Mótor Perkins 3 strokka 18,4 kW, 25hestöfl
•Ein stjórnstöng fyrir stjórnun á gálga
•Keyrslu fram/aftur rafstýrð í stjórnstöng
•Ökuhraði 0-20 km/klst
•Vökvalæsing á Weidemann ramma fyrir fylgitæki
•Vinnuljós 4stk LED
•Þynging að aftan 100kg
•Dekkjastærð 31x15x50-15 AS ET-50
•Breidd tækis 1320mm
•Hæð 1980mm
•Eigin þyngd 2,100 kg
•Lyftigeta í beinni stöðu 1350 kg
•Lyftigeta í mestu beygju 1120 kg
•Lyftihæð 2473 mm