Fyrirtækið Case IH á sér djúpar rætur í heimi landbúnaðarvéla. Merkið er samnefnari fyrir JI Case, International Harvester, Farmall, McCormick og fleiri merki sem gert hafa garðinn frægan, hvert á sínu sviði og sínum tíma.
Saga Case IH er því saga frumherja í smíði landbúnaðarvéla, uppgötvana þeirra og viðleitni til að þróa og betrumbæta tækin sín. Á þessu hefur engin breyting orðið. Öll hönnun vélanna er unnin í nánu samstarfi við notendur þeirra sem gerir þær notendavænni og hagkvæmari í rekstri.
Case IH framleiðir allar algengustu stærðir dráttarvéla og eiga bændur ekki í vandræðum með að finna þar réttu tækin sem henta þeirra búskap og væntingum.
Sérkenni fyrirtækisins nú er framleiðsla þeirra á stórum dráttarvélum. Vélalínur þeirra Puma, Magnum og Steiger eru frá 130 til rúmlega 600 hestafla. Allar þessar vélar hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi hönnun og afkastagetu, auk þess að hafa hagkvæman rekstur að leiðarljósi. Magnum 230 CVX dráttarvélin var valin dráttarvél ársins 2015 á SIMA landbúnaðarsýningunni í París.
Framleiðsluverksmiðjur fyrirtækisins eru um allan heim. Ein sú tæknivæddasta í dag er hjá Case IH í St. Valentine í hjarta landbúnaðarhéraðs Austurríkis. Þar eru flestallar vélar seldar undir þeirra merkjum í álfunni framleiddar og hefur verksmiðjan verið kölluð heimili Case IH í Evrópu. Þar voru áður framleiddar Steyr dráttarvélar sem eru bændum að góðu kunnar.
Case IH dráttarvélunum hefur verið vel tekið af bændum og er fjöldi þeirra sem eru að störfum á íslenskum sveitaheimilum vel á annað þúsund