Undirstöður Kalmar liggja djúpt í Finnskri og Sænskri verkfræðiþekkingu, enn fyrirtækið er samansett af mörgum fyrirtækjum víðsvegar að úr heiminum – sem öll hafa stuðlað að þekkingu og sérhæfni sem hefur komið Kalmar á þann stað sem þeir eru í dag.
Sagan Kalmar hófst með kranaframleiðslu í Hollandi á 19. öld en vörunafnið Kalmar sá fyrst dagsins ljós árið 1973 þegar LMV og Ljungbytruck sameinuðust í Svíþjóð.
Kalmar bjóða uppá rafmagns- og dísellyftara allt frá 5.000kg lyftigetu uppí 52.000kg lyftigetu ásamt því að bjóða dráttarbíla fyrir gámaflutninga. En Kalmar eru þó helst þekktastir fyrir gámalyftarana sína og eru núna að framleiða sína fimmtu kynslóð af gámalyfturum.