Kraftvélar ehf var stofnað árið 1992 og hefur frá fyrsta degi sérhæft sig í innflutningu og þjónustu á Komatsu vinnuvélum og enn þann daginn í dag er Komatsu eitt af flaggskipum Kraftvéla. Kraftvélar eru einnig umboðsaðili fyrir ýmis önnur leiðandi vörumerki eins og Dynapac, Sandvik, Rammer og Miller. Hægt er að lesa nánar um þau vörumerki sem Kraftvélar bjóða uppá á sviði atvinnutækja með því að smella á þau hér fyrir neðan.
Komatsu vinnuvélar
Komatsu er japönsk samsteypa sem framleiðir byggingar- og námuefna- vinnuvélar. Komatsu nafnið á uppruna sinn að rekja til borgarinnar Komatsu í Japan, en fyrirtækið var stofnað þar 1921.
Aðal framleiðsla Komatsu tækjanna á sér stað í borginni.
Komatsu Iron Works var stofnað af Takeuchi Mining Industry sem undirfyrirtæki til að framleiða iðnaðartól til fyrirtækja. Komatsu urðu seinna meir nægilega stórir og öflugir til að geta farið að selja almenningi líka, ekki bara fyrirtækjum.
Sandvik námutæki
Sænska stórfyrirtækið Sandvik, er eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði í heiminum í dag, með meira enn 47.000 starfsmenn í 130 löndum. Höfuðáherslan hefur verið á vélbúnað til námu, jarðgangna og efnisvinnslu. Í þeim flokki eru hörpur, brjótar, jarðborar, vökvafleygar, borstangir og borkrónur. Árið 2007 keypti Sandvik samsteypan Fintec og Extec verksmiðjurnar sem framleiða hörpur og brjóta og mun þessi ráðahagur auka enn á framboðið frá Sandvik og gera samsteypuna þá alöflugustu.
Sandvik námutækin hafa verið notuð við mörg af stærstu verkefnum hérlendis, sem dæmi má nefna Kárahnjúkavirkjun, Héðinsfjarðargöng, Búðarhálsvirkjun og svo mætti lengi telja.
Dynapac
Dynapac er heimsþekktur framleiðandi vegavéla (slitlagsleggjara, vegstyrkingarvéla o.fl.), þjappara, eins-, tveggja- og fjölvalsa valtara af öllum stærðum og gerðum, með eða án titrunar; þjöppunarsleða, hoppara, höggdóra, víbratora fyrir steinsteypu.
Kraftvélar bjóða vélar frá Dynapac en fyrirtækið hefur verið leiðandi á sínu sviði síðan það var stofnað árið 1934. Dynapac er sérhæft í framleiðslu á tækjabúnaði fyrir malbiksútlagningu og jarðvegs- og malbiksþjöppun en framleiðir samhliða ýmis tæki fyrir steinsteypu, svo sem víbratora og pússiþyrla.
Dynapac-verksmiðjurnar eru staðsettar um heim allan en höfuðstöðvarnar eru í Malmö í Svíþjóð og þar fer öll rannsóknarvinna og þjálfun fram. Dynapac stendur fyrir vandaða framleiðslu og frábæra þjónustu og fyrirtækið leggur áherslu á að vera fremst í allri tækni og þróunarvinnu.
Rammer vökvafleygar og niðurrifs áhöld
Rammer hefur lengi verið samnefnari fyrir vökvafleyga hér á landi í mörg ár og býr fyrirtækið yfir meira en 30 ára reynslu á þessu sviði.
Miller
Miller sérhæfir sig í gæða vökvahraðtengjum, skóflum og rótortiltum.
Kraftvélar hafa verið umboðsaðili fyrir Miller í rúmlega tvo áratugi og hefur vörumerkið fest sig í sess meðal íslenskra verktaka sem hágæða framleiðsla með áreiðanlegri þjónustu frá Kraftvélum.
OSA vökvafleygar
Kraftvélar eru kominir með umboð fyrir OSA vörumerkið.
Sjá heimasíðu OSA hér: https://www.osademolitionequipment.com/en/
Ýttu á takkann Skoða meira hér fyrir neðan til að skoða OSA vökvafleyga sem við eigum á lager.
KRAFTVÉLAR ehf
Kt. 631209-1730
Dalvegur 6-8
201 Kópavogur
Iceland
Sími / Phone +354 535-3500
kraftvelar@kraftvelar.is
OPNUNARTÍMI / Opening hours
Varahlutir / Spare parts:
Mán – Fös 08:00-17:00
Verkstæði / Workshop:
Mán – Fim 08:00-17:00
Fös 08:00-15:00
Söludeild / Sales :
Mán – Fös 09:00-17:00
Kraftvélaleigan / Machine rental:
Mán – Fös 09:00-17:00
Skrifstofa / Office:
Mán – Fim 09:00-17:00
Fös 09:00-16:00