Komatsu er japönsk samsteypa sem framleiðir byggingar- og námuefna- vinnuvélar. Komatsu nafnið á uppruna sinn að rekja til borgarinnar Komatsu í Japan, en fyrirtækið var stofnað þar 1921.
Aðal framleiðsla Komatsu tækjanna á sér stað í borginni.
Komatsu Iron Works var stofnað af Takeuchi Mining Industry sem undirfyrirtæki til að framleiða iðnaðartól til fyrirtækja. Komatsu urðu seinna meir nægilega stórir og öflugir til að geta farið að selja almenningi líka, ekki bara fyrirtækjum.
Komatsu nafninu var svo breytt sama ár og þeir ákváðu að selja almenningi, eða þann 13. maí 1921 var nafninu breytt úr Komatsu Iron Works í Komatsu Ltd.
Komatsu framleiddi þeirra fyrstu traktors prufuvél árið 1932. Á þriðja áratugnum framleiddi Komatsu einnig traktora fyrir japanska herinn. Eftir seinni heimsstyrjöldina bætti Komatsu við framleiðsluflotann sinn, og hóf framleiðslu á jarðýtum og lyfturum, og árið 1957 voru Komatsu orðnir nógu tæknivæddir, sjálfstæðir og fjárhagslega vel staddir til að geta hafið framleiðslu á sínum eigin mótorum, Komatsu mótorum fyrir öll tækin sín.
Komatsu hóf sölu út fyrir Japan í kringum sjötta áratuginn, í því skyni að selja vélarnar út úr landi og losna við þann stimpil sem japanskar vélar höfðu þá, þ.e. að vera ódýrar og illa framleiddar, þeim tókst það svo sannarlega. Þeir komu inn á bandaríska markaðinn í júlí 1967, í beinni samkeppni við Caterpillar, heimsins stærstu jarðýtu framleiðandann, á heimamarkaði Caterpillar.
Komatsu og Dresser Industries stofnuðu í sameiningu Komatsu Dresser, til þess að framleiða fleiri námutengd tæki. Þessi 50/50 eignarhlutföll entust frá september 1988, til águst 1994, en þá keypti Komatsu hlut Dressers.
Í dag heitir samsteypan Komatsu og er í fullri eigu Komatsu.
Komatsu framleiðir einnig stærstu jarðýtu í heimi, stærstu hjólaskóflu í heimi og stærsta námutrukk í heimi.
Jarðýtan heitir Komatsu D575 og er tæp 153 tonn.
Hjólaskóflan heitir Komatsu WA1200 og er tæp 210 tonn með 1.782 hestafla mótor.
Námutrukkurinn heitir Komatsu 960E og er 15,6 metrar á lengd og vegur tómur 250 tonn, en getur náð allt að rúmlega 575 tonnum þegar hann er full hlaðinn efnum.