Miller var stofnað árið 1978 sem viðgerðarfyrirtæki sem sérhæfði sig í suðuviðgerðum fyrir verktaka og námuvinnslur af Keith Miller, sem er í dag stjórnarformaður fyrirtækisins.
Í dag eru Miller með alþjóðlegan rekstur þar sem aðalverksmiðjan þeirra er rétt fyrir utan Newcastle í Englandi. Að auki eru þeir með verksmiðjur í Kína.
Úr báðum verksmiðjum eru framleidd hágæða hraðtengi, breitt vöruúrval af skóflum ásamt öðrum fylgihlutum. Að auki hefur Miller sérhæft sig í að framleiða sérþarfir fyrir viðskiptavini sem þurfa fylgihluti sem teljast ekki til hefðbundinnar framleiðslu.
Margir stærstu vélaframleiðendur heims nýta sér Miller með svokölluðum OEM samning, þar má helst nefna Komatsu, Volvo, New Holland, Case og fleiri.
Kraftvélar hafa verið umboðsaðili fyrir Miller í rúmlega tvo áratugi og hefur vörumerkið fest sig í sess meðal íslenskra verktaka sem hágæða framleiðsla með áreiðanlegri þjónustu frá Kraftvélum.